Í ár er safnað fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem mun sjá um að úthluta söfnunarfé til Björgunar- og slysavarnarsveita landsins.
Alls taka rúmlega 1300 keppendur þátt í ár. Fjórir hjólagarpar taka þátt í einstaklingskeppni. 150 þátttakendur eru skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki, en þetta er þriðja árið í röð sem hann hefur verið settur upp. Þá eru 52 þátttakendur í 13 fjögurra manna liðum og 1100 einstaklingar í 110 tíu manna liðum. Þetta er nýtt þátttökumet en gamla metið var sett í fyrra. Keppendur þurfa að hjóla í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum.
Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu keppenda á gagnvirku Íslandskorti frá live.at.is.