Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 16:43 Verulegar skemmdir hafa orðið á kóralrifjum jarðarinnar í óvenjulegum hlýindum í höfunum síðustu árin. Vísir/EPA Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra. Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04
Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19