Lektor segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2017 22:41 Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira