Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti lokahópinn fyrir Evrópumótið í Hollandi sem fram fer í næsta mánuði. Upptöku af fundinum verður hægt að nálgast á Vísi innan skamms.
Stelpurnar okkar hefja leik á EM 18. júlí á móti stórliði Frakklands en í riðlinum eru einnig Sviss og Austurríki. Það verður því ekkert grín að komast upp úr riðli eins og stelpurnar gerðu á EM 2013 í Svíþjóð fyrir fjórum árum.
Frekari fréttir af landsliðinu má finna á íþróttavef Vísis.