Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 14:11 Harpa varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í vor. vísir/eyþór Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30