Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson, skera köku á blaðamannafundinum í gær. Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson fylgist með aðförunum. vísir/anton Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira