Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson, skera köku á blaðamannafundinum í gær. Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson fylgist með aðförunum. vísir/anton Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira