May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 21:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í dag. Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31
Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33
Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00