Dan Evans, einn fremsti tennisleikari Bretlands, hefur greint frá því að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl síðastliðnum.
Kókaín fannst í sýni Evans sem fékk að vita af því að hann hefði fallið á lyfjaprófi fyrr í vikunni.
„Ég gerði mistök og verð að gangast við þeim,“ sagði Evans sem er í 50. sæti á heimslistanum í tennis.
Evans hefur verið á hraðferð upp heimslistann á undanförnum mánuðum. Í apríl 2005 var hann í 772. sæti en í mars síðastliðnum var hann kominn upp í 41. sætið.
Evans þótti mikið efni á sínum tíma en hefur ekki náð að fullnýta hæfileika sína vegna agavandamála.

