Gleði hins miðaldra manns Logi Bergmann skrifar 24. júní 2017 07:00 Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun