Úrslitin í KPMG bikarnum klár fyrir morgundaginn Elías Orri Njarðarson skrifar 24. júní 2017 18:15 Alfreð Brynjar eftir að hafa komist í úrslitin í KPMG bikarnum. mynd/GSÍ Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira