Þegar óttinn magnast upp Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar