Þegar óttinn magnast upp Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun