Rapparar hrifnir af skíðabuxum frá 66°Norður Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2017 09:30 Skíðabuxur eru greinilega að detta inn á tískuradar rappara. Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst. Tíska og hönnun Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst.
Tíska og hönnun Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira