Reyndi svo mikið á sig að hún skildi eftir brúna bletti á gólfinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 14:30 Blettirnir sáust allt kvöldið. mynd/twitter Justine Kish, bardagakona í UFC, missti bókstaflega saur af áreynslu í bardaga sínum gegn Felice Herrig á UFC Fight Night í Oklahoma City um helgina. Í þriðju lotu náði Herrig frábæru hengingartaki á Kish og leit allt út fyrir að hún væri að vinna sigur en Kish náði með gjörsamlega ótrúlegum hætti að losa sig úr takinu. Tilþrifin voru hreint mögnuð hjá Kish en miðað við stöðuna sem hún var komin í er með ólíkindum að Herrig hafi ekki klárað bardagann með þessu hengingartaki. Átökin voru svo mikil hjá Kish að hún kúkaði á sig og voru stórir brúnir blettir skildir eftir á gólfinu í búrinu. Reynt var að þrífa þá eftir bardagann en blettirnir sáust það sem eftir lifði kvölds í sjónvarpsútsendingunni.HOW DID @JustineKish GET OUT OF THAT?! pic.twitter.com/IVzfjSG7MO— #UFCOKC (@ufc) June 26, 2017 Herrig stóð uppi sem sigurvegari en dómararnir voru nokkuð sammála um yfirburði hennar þrátt fyrir að tilþrif kvöldsins hafi verið þessi snúningur Justine Kish. Kish skammaðist sín ekkert enda tilþrifin frábær. Hún var létt og kát þrátt fyrir tapið og skrifaði á Twitter: „Ég er stríðsmaður og ég mun aldrei hætta. Ég sný fljótlega aftur.“ Hún bætti við kassamerkinu #ShitHappens eða Skítur skeður. Kish er langt frá því fyrsti íþróttamaðurinn til að kúka á sig í miðri keppni en eins og einhverjir muna eftir kom það sama fyrir Yohann Diniz, heimsmethafa í 50 km göngu karla, á Ólympíuleikunum á síðasta ári.I am a warrior, and I will never quit #ShitHappens haha be back soon.— Justine Kish (@JustineKish) June 26, 2017 MMA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Justine Kish, bardagakona í UFC, missti bókstaflega saur af áreynslu í bardaga sínum gegn Felice Herrig á UFC Fight Night í Oklahoma City um helgina. Í þriðju lotu náði Herrig frábæru hengingartaki á Kish og leit allt út fyrir að hún væri að vinna sigur en Kish náði með gjörsamlega ótrúlegum hætti að losa sig úr takinu. Tilþrifin voru hreint mögnuð hjá Kish en miðað við stöðuna sem hún var komin í er með ólíkindum að Herrig hafi ekki klárað bardagann með þessu hengingartaki. Átökin voru svo mikil hjá Kish að hún kúkaði á sig og voru stórir brúnir blettir skildir eftir á gólfinu í búrinu. Reynt var að þrífa þá eftir bardagann en blettirnir sáust það sem eftir lifði kvölds í sjónvarpsútsendingunni.HOW DID @JustineKish GET OUT OF THAT?! pic.twitter.com/IVzfjSG7MO— #UFCOKC (@ufc) June 26, 2017 Herrig stóð uppi sem sigurvegari en dómararnir voru nokkuð sammála um yfirburði hennar þrátt fyrir að tilþrif kvöldsins hafi verið þessi snúningur Justine Kish. Kish skammaðist sín ekkert enda tilþrifin frábær. Hún var létt og kát þrátt fyrir tapið og skrifaði á Twitter: „Ég er stríðsmaður og ég mun aldrei hætta. Ég sný fljótlega aftur.“ Hún bætti við kassamerkinu #ShitHappens eða Skítur skeður. Kish er langt frá því fyrsti íþróttamaðurinn til að kúka á sig í miðri keppni en eins og einhverjir muna eftir kom það sama fyrir Yohann Diniz, heimsmethafa í 50 km göngu karla, á Ólympíuleikunum á síðasta ári.I am a warrior, and I will never quit #ShitHappens haha be back soon.— Justine Kish (@JustineKish) June 26, 2017
MMA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira