Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2017 22:21 Ólafía Þórunn hefur farið eins og stormsveipur um golfheiminn undanfarnar vikur. vísir/getty Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33