Enski boltinn

Kemur ekki til greina að selja Bale

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Bale í leik með Real Madrid.
Gareth Bale í leik með Real Madrid. vísir/getty
Gareth Bale verður áfram á mála hjá Real Madrid ef marka má fréttir spænska blaðsins Marca í dag. Þar er fullyrt að Bale sé ósnertanlegur.

Bale skrifaði nýlega undir langtímasamning við Real Madrid en hann gildir til loka tímabilsins 2022.

Samkvæmt fréttinni líta forráðamenn Real Madrid og knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane sem lykilmann í náinni framtíð félagsins og að ekki komi til greina að selja hann.

Óvissa í kringum Cristiano Ronaldo hefur gert það enn frekar að verkum að félagið ætli að halda í Walesverjann sterka en eftir að Ronaldo var ákærður fyrir skattsvik er hann sagður óánægður á Spáni og að hann vilji fara annað.

Bale hefur verið lykilmaður í liði Real Madrid en var þó frá vegna meiðsla á síðari hluta nýliðins tímabils. Vonir standa þó til að hann verði aftur kominn í sitt besta form þegar nýtt keppnistímabil hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×