Logi er fullkominn fyrir þetta Víkingslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 06:00 Logi hefur hleypt nýju blóði í lið Víkinga. vísir/stefán Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira