Félag Sigurðar Bolla á 9,9 prósent í Kviku eftir kaup á hlut TM í bankanum Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2017 07:30 Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Vísir/GVA Félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis hefur keypt tæplega þriggja prósenta hlut í Kviku banka af Tryggingamiðstöðinni (TM) og á eftir viðskiptin samtals 9,92 prósent í fjárfestingarbankanum. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en félagið RES II, sem er jafnframt að 30 prósenta hluta í eigu Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, fjárfestis og eiganda gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er nú næststærsti hluthafi Kviku á eftir tryggingafélaginu VÍS sem á um 25 prósenta hlut í bankanum. Eignarhlutur TM, sem átti 3,6 prósenta hlut í Kviku fyrir söluna, er núna tæplega 0,7 prósent en félagið var áður í hópi stærstu hluthafa bankans. Kaup RES II á stærstum hluta bréfa TM í Kviku koma í kjölfar þess að félagið tók yfir fyrr í þessum mánuði sjö prósenta hlut fjárfestingarfélagsins Grandier sem var í jafnri eigu Sigurðar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanns House of Fraser. Gunnar kom þá nýr inn í hluthafahóp Kviku samhliða því að kaupa hluta af bréfum McCarthys en hann hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Sigurður Bollason kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í lok nóvember í fyrra þegar félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í bankanum. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins.Sigurður Bollason á 70 prósenta hlut í RES II en félagið er núna næst stærsti hluthafi Kviku banka.Tilkynnt var um það í síðustu viku að stjórn Kviku hefði gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar sem gildir til 30. júní næstkomandi. Kaupverðið samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum og verður greitt með reiðufé. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Eigið fé Kviku í lok mars nam tæplega 7,5 milljörðum króna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira
Félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis hefur keypt tæplega þriggja prósenta hlut í Kviku banka af Tryggingamiðstöðinni (TM) og á eftir viðskiptin samtals 9,92 prósent í fjárfestingarbankanum. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en félagið RES II, sem er jafnframt að 30 prósenta hluta í eigu Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, fjárfestis og eiganda gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er nú næststærsti hluthafi Kviku á eftir tryggingafélaginu VÍS sem á um 25 prósenta hlut í bankanum. Eignarhlutur TM, sem átti 3,6 prósenta hlut í Kviku fyrir söluna, er núna tæplega 0,7 prósent en félagið var áður í hópi stærstu hluthafa bankans. Kaup RES II á stærstum hluta bréfa TM í Kviku koma í kjölfar þess að félagið tók yfir fyrr í þessum mánuði sjö prósenta hlut fjárfestingarfélagsins Grandier sem var í jafnri eigu Sigurðar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanns House of Fraser. Gunnar kom þá nýr inn í hluthafahóp Kviku samhliða því að kaupa hluta af bréfum McCarthys en hann hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Sigurður Bollason kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í lok nóvember í fyrra þegar félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í bankanum. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins.Sigurður Bollason á 70 prósenta hlut í RES II en félagið er núna næst stærsti hluthafi Kviku banka.Tilkynnt var um það í síðustu viku að stjórn Kviku hefði gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar sem gildir til 30. júní næstkomandi. Kaupverðið samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum og verður greitt með reiðufé. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Eigið fé Kviku í lok mars nam tæplega 7,5 milljörðum króna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira