Nýr vírus herjar á heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 06:41 Skilaboðin sem fórnarlömb vírussins sjá. Vísir/AFP Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum. Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum.
Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52