Steypa sér niður Goðafoss á kajökum: „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur“ Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 28. júní 2017 10:27 Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57