Steypa sér niður Goðafoss á kajökum: „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur“ Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 28. júní 2017 10:27 Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57