Steypa sér niður Goðafoss á kajökum: „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur“ Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 28. júní 2017 10:27 Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57