Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 12:03 Paul Manafort hefur unnið sem málafylgjumaður fyrir vafasama erlenda einstaklinga um árabil. Vísir/EPA Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14
Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26