Edman birti skemmtilega mynd af sér á Twitter í gær með Hamarshöllina í Hveragerði í bakgrunni.
„Fjórðu deildarlið Hamars í Hveragerði hefur sína eigin níu manna höll. Kannski kemur það ekki á óvart að Ísland búi til leikmenn,“ skrifar Edman við myndina.
Edman er líklega þekktastur fyrir dvöl sína hjá Tottenham tímabilið 2004-05. Svíinn lék 31 deildarleik fyrir Spurs og skoraði eitt mark, með sannkölluðu þrumuskoti gegn Liverpool.
Eftir þriggja ára dvöl hjá Rennes í Frakklandi fór Edman aftur í ensku úrvalsdeildina 2008 og lék í tvö ár með Wigan Athletic. Hann lauk svo ferlinum með Helsingsborg í heimalandinu.
Edman lék 57 leiki fyrir sænska landsliðið þar sem hann lék undir stjórn Lars Lagerbäck.
Division 4 gänget Hamar Hveragerði har en egen fullstor 9-manna hall, kanske inte så konstigt ändå att Island producerar en del lirare... pic.twitter.com/YALKwZ78GO
— Erik Edman (@erik_edman) June 28, 2017