Mikil vonbrigði að ferðamálaráðherra vilji ekki löggilda starfsheiti leiðsögumanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 11:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir ferðamálaráðherra og Indriði H. Þorláksson, formaður Félags leiðsögumanna. Vísir/Stefán/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ekki rétt að lögvernda starf leiðsögumanna. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Formaður Félags leiðsögumanna segir svar ráðherrans mótsagnakennt og segir það mikil vonbrigði að svo ófaglega sé tekið á málum leiðsögumanna. „Mér finnst það vera ansi þunnt í roðinu þetta svar og að það sé tekið þarna á þessum málum af miklu, bæði fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi því þetta er náttúrulega eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á gæði þeirrar ferðaþjónustu sem verið er að selja. Ef að stjórnvöld telja ekki ástæðu til að huga að gæðamálum í þessu þá er það mikil vonbrigði að svona ófaglega skuli tekið á þessum málum,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, í samtali við Vísi. Ætti að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsiÍ svari Þórdísar Kolbrúnar segir að lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu um nokkurt skeið, um það hafi verið lagt frumvarp sem ekki hafi náð fram að ganga og að Félag leiðsögumanna telji löggildinguna mikilvægt náttúruverndar-, gæða- og neytendamál. Það sé þó mat ráðherra að hún sé á þessu stigi ekki tímabær. „Hafa ber í huga að lögverndun starfsheitis leiðsögumanna mundi leiða til þess að ófaglærðir einstaklingar, sumir með áratugalanga reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta titlað sig leiðsögumenn og álitaefni hvort slíkur ávinningur lögverndunar á starfsheiti leiðsögumanna vegi upp þann samfélagslega kostnað sem af slíkri löggjöf mundi hljótast. Þannig ætti löggjöf um lögverndun starfsheita að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinning þeirrar lögverndunar,“ segir meðal annars í svari ráðherrans. Þar segir einnig að skoða megi hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með lögverndun starfsheita með öðrum hætti. Til dæmis með samningum við fyrirtæki í ferðaþjónustu um að þau noti faglærða leiðsögumenn og kynningum og auglýsingum þar sem hvatt er til að notaðir séu faglærðir leiðsögumenn. Þá er einnig nefnt að þeir sem hafi haft leiðsögu að aðalstarfi í tiltekinn tíma geti aflað sér réttinda ef þeir sýni með hæfnisprófi að þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsögumanni. Þannig komi til greina að skoða leiðir til að ná markmiðum löggildingar með öðrum leiðum. Málið sett í undarlegan farveg Indriði segir svar Þórdísar mótsagnakennt. „Í fyrsta lagi þá felur hugmyndin um löggildingu ekki í sér að eitt próf eða þess háttar verði lagt til grundvallar. Heldur myndi slík löggilding fela í sér hvaða kröfur væru gerðar. Þær kröfur eru meðal annars að uppfylla bæði einhverskonar skólagöngu, nám, mat á öðru námi eða raunfærnimat, að meta þau störf sem hafa verið unnin áður. Þetta er alþekkt í okkar íslenska kerfi. Ef litið er á hvernig þróunin hefur orðið hjá kennurum sem eru með mismunandi próf, hjá hjúkrunarfræðingum og þetta er algengt innan iðngreinanna, að það sé raunfærnimat. Viðurkenningin felur í sér blöndu af því að viðurkenna nám, reynslu og nám í öðru,“ segir Indriði. „Þetta sýnir bara að málið er sett þarna í einhvern undarlegan farveg. Meiningin með löggildingu er ekki að binda þetta við eitthvað eitt heldur að miða þetta við faglegar kröfur og ef menn sýna fram á að þeir uppfylli þær með einum eða öðrum hætti þá á það að nægja. Það væri hlutverk laga sem fela í sér löggildingu að skilgreina þessi atriði. Þannig að þarna er, þetta er mjög einkennileg nálgun hjá ráðherra og ráðuneytinu í þessum efnum.“ Indriði segir félagið lengi hafa barist fyrir lögverndun eða einhverskonar kröfum um gæði. Evrópskur staðall um menntun leiðsögumanna hafi verið staðfestur af stjórnvöldum árið 2008 en ekkert hafi síðan verið gert til að framfylgja honum. „Leiðsögumenn þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur og svara þeim væntingum sem ferðamenn hafa. Þeir eru nokkurskonar boðberar, kynna landið, sögu, náttúru og menningu og svo framvegis. Við viljum að það séu gerðar gæðakröfur að þessu leyti. Hvort sem það er í formi löggildingar eða með öðrum hætti. Það er líka rétt að minna á að ísland hefur staðfest evrópskan staðal um menntun leiðsögumanna, þær stofnanir sem mennta leiðsögumenn. Það var gert árið 2008 en það eru orðin tóm. Það hefur ekkert verið gert til að framkvæma eða uppfylla þau ákvæði sem sá staðall felur í sér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ekki rétt að lögvernda starf leiðsögumanna. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Formaður Félags leiðsögumanna segir svar ráðherrans mótsagnakennt og segir það mikil vonbrigði að svo ófaglega sé tekið á málum leiðsögumanna. „Mér finnst það vera ansi þunnt í roðinu þetta svar og að það sé tekið þarna á þessum málum af miklu, bæði fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi því þetta er náttúrulega eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á gæði þeirrar ferðaþjónustu sem verið er að selja. Ef að stjórnvöld telja ekki ástæðu til að huga að gæðamálum í þessu þá er það mikil vonbrigði að svona ófaglega skuli tekið á þessum málum,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, í samtali við Vísi. Ætti að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsiÍ svari Þórdísar Kolbrúnar segir að lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu um nokkurt skeið, um það hafi verið lagt frumvarp sem ekki hafi náð fram að ganga og að Félag leiðsögumanna telji löggildinguna mikilvægt náttúruverndar-, gæða- og neytendamál. Það sé þó mat ráðherra að hún sé á þessu stigi ekki tímabær. „Hafa ber í huga að lögverndun starfsheitis leiðsögumanna mundi leiða til þess að ófaglærðir einstaklingar, sumir með áratugalanga reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta titlað sig leiðsögumenn og álitaefni hvort slíkur ávinningur lögverndunar á starfsheiti leiðsögumanna vegi upp þann samfélagslega kostnað sem af slíkri löggjöf mundi hljótast. Þannig ætti löggjöf um lögverndun starfsheita að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinning þeirrar lögverndunar,“ segir meðal annars í svari ráðherrans. Þar segir einnig að skoða megi hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með lögverndun starfsheita með öðrum hætti. Til dæmis með samningum við fyrirtæki í ferðaþjónustu um að þau noti faglærða leiðsögumenn og kynningum og auglýsingum þar sem hvatt er til að notaðir séu faglærðir leiðsögumenn. Þá er einnig nefnt að þeir sem hafi haft leiðsögu að aðalstarfi í tiltekinn tíma geti aflað sér réttinda ef þeir sýni með hæfnisprófi að þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsögumanni. Þannig komi til greina að skoða leiðir til að ná markmiðum löggildingar með öðrum leiðum. Málið sett í undarlegan farveg Indriði segir svar Þórdísar mótsagnakennt. „Í fyrsta lagi þá felur hugmyndin um löggildingu ekki í sér að eitt próf eða þess háttar verði lagt til grundvallar. Heldur myndi slík löggilding fela í sér hvaða kröfur væru gerðar. Þær kröfur eru meðal annars að uppfylla bæði einhverskonar skólagöngu, nám, mat á öðru námi eða raunfærnimat, að meta þau störf sem hafa verið unnin áður. Þetta er alþekkt í okkar íslenska kerfi. Ef litið er á hvernig þróunin hefur orðið hjá kennurum sem eru með mismunandi próf, hjá hjúkrunarfræðingum og þetta er algengt innan iðngreinanna, að það sé raunfærnimat. Viðurkenningin felur í sér blöndu af því að viðurkenna nám, reynslu og nám í öðru,“ segir Indriði. „Þetta sýnir bara að málið er sett þarna í einhvern undarlegan farveg. Meiningin með löggildingu er ekki að binda þetta við eitthvað eitt heldur að miða þetta við faglegar kröfur og ef menn sýna fram á að þeir uppfylli þær með einum eða öðrum hætti þá á það að nægja. Það væri hlutverk laga sem fela í sér löggildingu að skilgreina þessi atriði. Þannig að þarna er, þetta er mjög einkennileg nálgun hjá ráðherra og ráðuneytinu í þessum efnum.“ Indriði segir félagið lengi hafa barist fyrir lögverndun eða einhverskonar kröfum um gæði. Evrópskur staðall um menntun leiðsögumanna hafi verið staðfestur af stjórnvöldum árið 2008 en ekkert hafi síðan verið gert til að framfylgja honum. „Leiðsögumenn þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur og svara þeim væntingum sem ferðamenn hafa. Þeir eru nokkurskonar boðberar, kynna landið, sögu, náttúru og menningu og svo framvegis. Við viljum að það séu gerðar gæðakröfur að þessu leyti. Hvort sem það er í formi löggildingar eða með öðrum hætti. Það er líka rétt að minna á að ísland hefur staðfest evrópskan staðal um menntun leiðsögumanna, þær stofnanir sem mennta leiðsögumenn. Það var gert árið 2008 en það eru orðin tóm. Það hefur ekkert verið gert til að framkvæma eða uppfylla þau ákvæði sem sá staðall felur í sér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira