Mikil vonbrigði að ferðamálaráðherra vilji ekki löggilda starfsheiti leiðsögumanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 11:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir ferðamálaráðherra og Indriði H. Þorláksson, formaður Félags leiðsögumanna. Vísir/Stefán/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ekki rétt að lögvernda starf leiðsögumanna. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Formaður Félags leiðsögumanna segir svar ráðherrans mótsagnakennt og segir það mikil vonbrigði að svo ófaglega sé tekið á málum leiðsögumanna. „Mér finnst það vera ansi þunnt í roðinu þetta svar og að það sé tekið þarna á þessum málum af miklu, bæði fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi því þetta er náttúrulega eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á gæði þeirrar ferðaþjónustu sem verið er að selja. Ef að stjórnvöld telja ekki ástæðu til að huga að gæðamálum í þessu þá er það mikil vonbrigði að svona ófaglega skuli tekið á þessum málum,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, í samtali við Vísi. Ætti að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsiÍ svari Þórdísar Kolbrúnar segir að lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu um nokkurt skeið, um það hafi verið lagt frumvarp sem ekki hafi náð fram að ganga og að Félag leiðsögumanna telji löggildinguna mikilvægt náttúruverndar-, gæða- og neytendamál. Það sé þó mat ráðherra að hún sé á þessu stigi ekki tímabær. „Hafa ber í huga að lögverndun starfsheitis leiðsögumanna mundi leiða til þess að ófaglærðir einstaklingar, sumir með áratugalanga reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta titlað sig leiðsögumenn og álitaefni hvort slíkur ávinningur lögverndunar á starfsheiti leiðsögumanna vegi upp þann samfélagslega kostnað sem af slíkri löggjöf mundi hljótast. Þannig ætti löggjöf um lögverndun starfsheita að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinning þeirrar lögverndunar,“ segir meðal annars í svari ráðherrans. Þar segir einnig að skoða megi hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með lögverndun starfsheita með öðrum hætti. Til dæmis með samningum við fyrirtæki í ferðaþjónustu um að þau noti faglærða leiðsögumenn og kynningum og auglýsingum þar sem hvatt er til að notaðir séu faglærðir leiðsögumenn. Þá er einnig nefnt að þeir sem hafi haft leiðsögu að aðalstarfi í tiltekinn tíma geti aflað sér réttinda ef þeir sýni með hæfnisprófi að þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsögumanni. Þannig komi til greina að skoða leiðir til að ná markmiðum löggildingar með öðrum leiðum. Málið sett í undarlegan farveg Indriði segir svar Þórdísar mótsagnakennt. „Í fyrsta lagi þá felur hugmyndin um löggildingu ekki í sér að eitt próf eða þess háttar verði lagt til grundvallar. Heldur myndi slík löggilding fela í sér hvaða kröfur væru gerðar. Þær kröfur eru meðal annars að uppfylla bæði einhverskonar skólagöngu, nám, mat á öðru námi eða raunfærnimat, að meta þau störf sem hafa verið unnin áður. Þetta er alþekkt í okkar íslenska kerfi. Ef litið er á hvernig þróunin hefur orðið hjá kennurum sem eru með mismunandi próf, hjá hjúkrunarfræðingum og þetta er algengt innan iðngreinanna, að það sé raunfærnimat. Viðurkenningin felur í sér blöndu af því að viðurkenna nám, reynslu og nám í öðru,“ segir Indriði. „Þetta sýnir bara að málið er sett þarna í einhvern undarlegan farveg. Meiningin með löggildingu er ekki að binda þetta við eitthvað eitt heldur að miða þetta við faglegar kröfur og ef menn sýna fram á að þeir uppfylli þær með einum eða öðrum hætti þá á það að nægja. Það væri hlutverk laga sem fela í sér löggildingu að skilgreina þessi atriði. Þannig að þarna er, þetta er mjög einkennileg nálgun hjá ráðherra og ráðuneytinu í þessum efnum.“ Indriði segir félagið lengi hafa barist fyrir lögverndun eða einhverskonar kröfum um gæði. Evrópskur staðall um menntun leiðsögumanna hafi verið staðfestur af stjórnvöldum árið 2008 en ekkert hafi síðan verið gert til að framfylgja honum. „Leiðsögumenn þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur og svara þeim væntingum sem ferðamenn hafa. Þeir eru nokkurskonar boðberar, kynna landið, sögu, náttúru og menningu og svo framvegis. Við viljum að það séu gerðar gæðakröfur að þessu leyti. Hvort sem það er í formi löggildingar eða með öðrum hætti. Það er líka rétt að minna á að ísland hefur staðfest evrópskan staðal um menntun leiðsögumanna, þær stofnanir sem mennta leiðsögumenn. Það var gert árið 2008 en það eru orðin tóm. Það hefur ekkert verið gert til að framkvæma eða uppfylla þau ákvæði sem sá staðall felur í sér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ekki rétt að lögvernda starf leiðsögumanna. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Formaður Félags leiðsögumanna segir svar ráðherrans mótsagnakennt og segir það mikil vonbrigði að svo ófaglega sé tekið á málum leiðsögumanna. „Mér finnst það vera ansi þunnt í roðinu þetta svar og að það sé tekið þarna á þessum málum af miklu, bæði fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi því þetta er náttúrulega eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á gæði þeirrar ferðaþjónustu sem verið er að selja. Ef að stjórnvöld telja ekki ástæðu til að huga að gæðamálum í þessu þá er það mikil vonbrigði að svona ófaglega skuli tekið á þessum málum,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, í samtali við Vísi. Ætti að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsiÍ svari Þórdísar Kolbrúnar segir að lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu um nokkurt skeið, um það hafi verið lagt frumvarp sem ekki hafi náð fram að ganga og að Félag leiðsögumanna telji löggildinguna mikilvægt náttúruverndar-, gæða- og neytendamál. Það sé þó mat ráðherra að hún sé á þessu stigi ekki tímabær. „Hafa ber í huga að lögverndun starfsheitis leiðsögumanna mundi leiða til þess að ófaglærðir einstaklingar, sumir með áratugalanga reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta titlað sig leiðsögumenn og álitaefni hvort slíkur ávinningur lögverndunar á starfsheiti leiðsögumanna vegi upp þann samfélagslega kostnað sem af slíkri löggjöf mundi hljótast. Þannig ætti löggjöf um lögverndun starfsheita að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinning þeirrar lögverndunar,“ segir meðal annars í svari ráðherrans. Þar segir einnig að skoða megi hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með lögverndun starfsheita með öðrum hætti. Til dæmis með samningum við fyrirtæki í ferðaþjónustu um að þau noti faglærða leiðsögumenn og kynningum og auglýsingum þar sem hvatt er til að notaðir séu faglærðir leiðsögumenn. Þá er einnig nefnt að þeir sem hafi haft leiðsögu að aðalstarfi í tiltekinn tíma geti aflað sér réttinda ef þeir sýni með hæfnisprófi að þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsögumanni. Þannig komi til greina að skoða leiðir til að ná markmiðum löggildingar með öðrum leiðum. Málið sett í undarlegan farveg Indriði segir svar Þórdísar mótsagnakennt. „Í fyrsta lagi þá felur hugmyndin um löggildingu ekki í sér að eitt próf eða þess háttar verði lagt til grundvallar. Heldur myndi slík löggilding fela í sér hvaða kröfur væru gerðar. Þær kröfur eru meðal annars að uppfylla bæði einhverskonar skólagöngu, nám, mat á öðru námi eða raunfærnimat, að meta þau störf sem hafa verið unnin áður. Þetta er alþekkt í okkar íslenska kerfi. Ef litið er á hvernig þróunin hefur orðið hjá kennurum sem eru með mismunandi próf, hjá hjúkrunarfræðingum og þetta er algengt innan iðngreinanna, að það sé raunfærnimat. Viðurkenningin felur í sér blöndu af því að viðurkenna nám, reynslu og nám í öðru,“ segir Indriði. „Þetta sýnir bara að málið er sett þarna í einhvern undarlegan farveg. Meiningin með löggildingu er ekki að binda þetta við eitthvað eitt heldur að miða þetta við faglegar kröfur og ef menn sýna fram á að þeir uppfylli þær með einum eða öðrum hætti þá á það að nægja. Það væri hlutverk laga sem fela í sér löggildingu að skilgreina þessi atriði. Þannig að þarna er, þetta er mjög einkennileg nálgun hjá ráðherra og ráðuneytinu í þessum efnum.“ Indriði segir félagið lengi hafa barist fyrir lögverndun eða einhverskonar kröfum um gæði. Evrópskur staðall um menntun leiðsögumanna hafi verið staðfestur af stjórnvöldum árið 2008 en ekkert hafi síðan verið gert til að framfylgja honum. „Leiðsögumenn þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur og svara þeim væntingum sem ferðamenn hafa. Þeir eru nokkurskonar boðberar, kynna landið, sögu, náttúru og menningu og svo framvegis. Við viljum að það séu gerðar gæðakröfur að þessu leyti. Hvort sem það er í formi löggildingar eða með öðrum hætti. Það er líka rétt að minna á að ísland hefur staðfest evrópskan staðal um menntun leiðsögumanna, þær stofnanir sem mennta leiðsögumenn. Það var gert árið 2008 en það eru orðin tóm. Það hefur ekkert verið gert til að framkvæma eða uppfylla þau ákvæði sem sá staðall felur í sér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira