Sneakertískan í sumar Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júní 2017 09:00 Vala Roff er mikil áhugamanneskja um strigaskó og einn álitsgjafa Fréttablaðsins. Vísir/Stefán Lífið fékk til sín nokkra strigaskógeggjara til að leggja línurnar í skótísku fyrir sumarið. Útlit, þægindi og notkun í sem flestum aðstæðum eru meðal þeirra kosta sem álitsgjafarnir voru beðnir að dæma eftir. Nike, Adidas og Gucci virðast vera merki sumarsins.Vala Roff, sneaker-áhugakonaNike Air VaporMax Glænýtt módel frá Nike sem hefur verið lengi á teikniborðinu. Ferskir og munu eflaust koma sterkir inn í sumar.Gucci Ace Þar sem kreppa er yfirvofandi og hver einasti unglingur landsins virðist eiga að minnsta kosti eina Gucci flík spái ég skóm frá þeim vinsældum í sumar.Stan Smith PK boost Klassíski Stan Smith með nýju twisti. Primeknit upper og boost sóla, léttir og þægilegir í sumar.Bergur Guðnason segir Vans Old Skool passa við allt og hann myndi persónulega klæðast þeim og engu öðru. Vísir/EyþórBergur Guðnason, fatahönnuðurVans Old Skool Skór sem alltaf hægt er að hoppa í, skiptir ekki máli hvað tilefnið er eða hvernig þeir eru notaðir. Víðar buxur, þröngar buxur, stuttbuxur, jakkaföt, nakinn. Þessir skór ganga við allt.Gucci Slip-On Loafer Algjörlega stand out skór hjá Gucci. Ef þessir skór eru notaðir rétt eru þeir virkilega flottir annars er mjög auðvelt að klúðra hverju maður myndi klæðast við þá. Alls ekki fyrir alla!Nike Flyknit Racer Léttur og þæginlegur skór sem andar vel. Mæli með að ganga með tannbusta bakvið eyrað til öryggis ef einhver skildi taka upp á því að stíga á mann.Pétur Kiernan gefur ekkert fyrir það að kalla Gucci flip flops inniskó.Vísir/ErnirPétur Kiernan, áhugamaður um tískuAdidas Ultra Boost Voru mjög vinsælir í fyrra sumar, munu halda sínum vinsældum áfram einfaldlega útaf úrvalinu og hversu ótrúlega comfy þeir eru.Nike Air Force 1 Low Timeless Piece. Stílhreinir, þægilegir og ódýrir. Hægt að leika sér aðeins og tússa á þá eða kaupa þá með embroidery (til dæmis @frecustoms á Instagram).Gucci Flip Flops Algjör misskilningur að þetta séu bara inniskór og þægilegri en þú heldur. JÁ TAKK.Sigríður Margrét finnst Converse útgáfa Commes des Garçons alltaf vera ákaflega sumarleg.Vísir/EyþórSigríður Margrét, bloggari á Trendnet.isNike Air Force 1 Þessir eru fullkomnir fyrir sumarið - hef alltaf verið mikið fyrir hvíta sneakers það er eitthvað svo sumarlegt við þá.Nike Air VaporMax Þessir eru mjög sérstakir! Ég er mjög hrifin af flyknittinu.Comme des Garçons PLAY x Converse Chuck Taylor Þessir eru frá samstarfinu Comme des Garçons X Converse en mér finnst þeir alltaf vera sumarlegar.Hér fyrir neðan má fletta myndasafni með skónum sem álitsgjafarnir nefndu. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Lífið fékk til sín nokkra strigaskógeggjara til að leggja línurnar í skótísku fyrir sumarið. Útlit, þægindi og notkun í sem flestum aðstæðum eru meðal þeirra kosta sem álitsgjafarnir voru beðnir að dæma eftir. Nike, Adidas og Gucci virðast vera merki sumarsins.Vala Roff, sneaker-áhugakonaNike Air VaporMax Glænýtt módel frá Nike sem hefur verið lengi á teikniborðinu. Ferskir og munu eflaust koma sterkir inn í sumar.Gucci Ace Þar sem kreppa er yfirvofandi og hver einasti unglingur landsins virðist eiga að minnsta kosti eina Gucci flík spái ég skóm frá þeim vinsældum í sumar.Stan Smith PK boost Klassíski Stan Smith með nýju twisti. Primeknit upper og boost sóla, léttir og þægilegir í sumar.Bergur Guðnason segir Vans Old Skool passa við allt og hann myndi persónulega klæðast þeim og engu öðru. Vísir/EyþórBergur Guðnason, fatahönnuðurVans Old Skool Skór sem alltaf hægt er að hoppa í, skiptir ekki máli hvað tilefnið er eða hvernig þeir eru notaðir. Víðar buxur, þröngar buxur, stuttbuxur, jakkaföt, nakinn. Þessir skór ganga við allt.Gucci Slip-On Loafer Algjörlega stand out skór hjá Gucci. Ef þessir skór eru notaðir rétt eru þeir virkilega flottir annars er mjög auðvelt að klúðra hverju maður myndi klæðast við þá. Alls ekki fyrir alla!Nike Flyknit Racer Léttur og þæginlegur skór sem andar vel. Mæli með að ganga með tannbusta bakvið eyrað til öryggis ef einhver skildi taka upp á því að stíga á mann.Pétur Kiernan gefur ekkert fyrir það að kalla Gucci flip flops inniskó.Vísir/ErnirPétur Kiernan, áhugamaður um tískuAdidas Ultra Boost Voru mjög vinsælir í fyrra sumar, munu halda sínum vinsældum áfram einfaldlega útaf úrvalinu og hversu ótrúlega comfy þeir eru.Nike Air Force 1 Low Timeless Piece. Stílhreinir, þægilegir og ódýrir. Hægt að leika sér aðeins og tússa á þá eða kaupa þá með embroidery (til dæmis @frecustoms á Instagram).Gucci Flip Flops Algjör misskilningur að þetta séu bara inniskór og þægilegri en þú heldur. JÁ TAKK.Sigríður Margrét finnst Converse útgáfa Commes des Garçons alltaf vera ákaflega sumarleg.Vísir/EyþórSigríður Margrét, bloggari á Trendnet.isNike Air Force 1 Þessir eru fullkomnir fyrir sumarið - hef alltaf verið mikið fyrir hvíta sneakers það er eitthvað svo sumarlegt við þá.Nike Air VaporMax Þessir eru mjög sérstakir! Ég er mjög hrifin af flyknittinu.Comme des Garçons PLAY x Converse Chuck Taylor Þessir eru frá samstarfinu Comme des Garçons X Converse en mér finnst þeir alltaf vera sumarlegar.Hér fyrir neðan má fletta myndasafni með skónum sem álitsgjafarnir nefndu.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira