Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 18:00 Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld. Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld.
Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30