Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 08:01 Robert Mueller, sérstakur saksóknari í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússland. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51