Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 10:11 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45