Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 19:45 Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira