Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 19:45 Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels