Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Brasilíski markvörðurinn Barbara lendir hér í kröppum dansi við samherja og mótherja í leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. vísir/anton „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti