Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Gula byssan sést hér í aðgerðum sérsveitarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Byssan getur stöðvað hættulegan einstakling í 45 metra fjarlægð með nokkurri nákvæmni og hefur henni einu sinni verið beitt. Mynd/aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira