
Betri þjónusta Strætó
Strætó fyrir alla
Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög.
Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.
Stafrænn Strætó
Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni.
Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.
Strætó – besta leiðin
Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli.
Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar.
En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum.
Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári.
Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða.
Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar