Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 13:21 Guðmundur segir bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað. Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira