Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 12:39 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira