Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 15:30 Rúnar átti erfitt tímabil hjá sínu félagsliði en hefur spilað vel með landsliðinu undanfarin misseri. vísir/epa Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00