Janus Daði: Verð að nýta plássið sem ég fæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 18:30 Janus var öflugur í síðasta leik. vísir/epa Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00