
FH á fyrri leikinn á heimavelli 11. eða 12. júlí en seinni leikurinn verður svo á útivelli viku síðar.
FH var í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag sem gerði mikið fyrir Íslandsmeistarana en Víkingur og Trepca þurfa bæði að byrja í fyrstu umferð en FH kemur inn í annarri umferðinni.
FH hefði getað mætt Dundalk frá Írlandi sem það tapaði fyrir á síðustu leiktíð en með því að vera í efri styrkleikaflokki sluppu meistararnir við stórlið á borð við Celtic og Rosenborg.