Árásarmaðurinn í London nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 17:46 Lögregla athafnar sig við Finsbury Park í dag. Vísir/AFP Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57
Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13