Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt 1. júní 2017 08:00 Tímamót, segir forsætisráðherra. vísir/ernir Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær. Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær.
Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira