Hörður Björgvin: Ég er í leikformi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2017 22:30 Hörður Björgvin Magnússon skoraði glæsilegt mark í fyrsta sigri Íslands á Írum í Dyflinni í mars. vísir/Getty Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00
Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15