Svipmynd Markaðarins: Tónleikahaldari sem mótaði draumastarfið 3. júní 2017 10:30 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. Vísir/Eyþór Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, hefur skipulagt marga af þeim risatónleikum sem á fjörur okkar hefur rekið síðustu ár. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og ferill hans í afþreyingarbransanum hófst þegar hann var ráðinn til Sambíóanna sem grafískur hönnuður. Eftir það lá leiðin á sjónvarpsstöðina Skjáeinn og síðar stofnaði Ísleifur viðburðafyrirtækin Event og Græna ljósið sem runnu inn í Senu. Tónleikahaldarinn situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég er enn þá að melta það að appelsínugult, ofvaxið smábarn sé leiðtogi hins frjálsa heims. Það kemur mér á óvart á hverjum degi að Donald sé enn þá í embætti. Það er engu líkara en að Chauncey Gardner hafi komist til valda (nema hvað hann meinti vel.)Hvaða app notarðu mest? Þessa dagana eru það New York Times og Washington Post. Ef Donald fer í stríð við Norður-Kóreu þá er fínt að frétta af því strax. Þetta eru rosalega öflugir fjölmiðlar sem eru búnir að ná góðum tökum á nýjum stafrænum veruleika og það er gaman að fylgjast með því hvernig þeir starfa og óendanlega mikið af góðu efni sem kemur frá þeim. Ekki bara þessi stanslausu skúbb og breaking news (frá Hvíta húsinu sem hriplekur) og það allt, heldur einnig djúpar greiningar, meiriháttar rannsóknarvinna og síðast en ekki síst, flugbeittir pennar í skoðanadálkunum, sem láta allt vaða. Þeir hjálpa manni að skilja hvernig þetta gerðist og hvað gerist næst. Það er smá hjálp í því.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það er of lítið um frístundir og áhugamál, og stendur alltaf til að bæta úr því. En laus tími fer aðallega í að vera með fjölskyldunni, reyna að slappa af og hreyfa sig, lesa bækur, hlusta á tónlist og horfa á góðar kvikmyndir og þætti. Það er gríðarlegt framboð af góðum þáttum þannig að það hallar aðeins orðið á kvikmyndaáhorfið þessa dagana, því miður.Hvernig heldur þú þér í formi? Fer í ræktina, hjóla og syndi og reyni að borða sæmilega hollan mat, forðast t.d. rautt kjöt. Og hugleiði með Headspace-appinu, helst daglega.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er hálfgerð alæta á tónlist, sem er ágætt, þar sem starfsins vegna þarf maður að fylgjast vel með og vera opinn fyrir öllu. Það viðurkennist að oft er í uppáhaldi það sem maður er að flytja inn næst! En þessa dagana er rapp og hip-hop sennilega það mest spilaða hér á bæ, menn á borð við Drake, Kendrick Lamar, Aron Can og Sturla Atlas eru ofarlega á öllum mínum playlistum. En líka bönd á borð við Alt-J og Twenty One Pilots. Ég er a.m.k. stoltur af því að hafa ekki fest í þeirri tónlist sem ég hlustaði á tvítugur eins og margir í kringum mann virðast hafa gert.Ertu í þínu draumastarfi? Það má segja að ég hafi búið þetta starf til (með hjálp góðra manna) þannig að ég get svarað þessu með öruggu jái og það eru mikil forréttindi að geta gert það. Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, hefur skipulagt marga af þeim risatónleikum sem á fjörur okkar hefur rekið síðustu ár. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og ferill hans í afþreyingarbransanum hófst þegar hann var ráðinn til Sambíóanna sem grafískur hönnuður. Eftir það lá leiðin á sjónvarpsstöðina Skjáeinn og síðar stofnaði Ísleifur viðburðafyrirtækin Event og Græna ljósið sem runnu inn í Senu. Tónleikahaldarinn situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég er enn þá að melta það að appelsínugult, ofvaxið smábarn sé leiðtogi hins frjálsa heims. Það kemur mér á óvart á hverjum degi að Donald sé enn þá í embætti. Það er engu líkara en að Chauncey Gardner hafi komist til valda (nema hvað hann meinti vel.)Hvaða app notarðu mest? Þessa dagana eru það New York Times og Washington Post. Ef Donald fer í stríð við Norður-Kóreu þá er fínt að frétta af því strax. Þetta eru rosalega öflugir fjölmiðlar sem eru búnir að ná góðum tökum á nýjum stafrænum veruleika og það er gaman að fylgjast með því hvernig þeir starfa og óendanlega mikið af góðu efni sem kemur frá þeim. Ekki bara þessi stanslausu skúbb og breaking news (frá Hvíta húsinu sem hriplekur) og það allt, heldur einnig djúpar greiningar, meiriháttar rannsóknarvinna og síðast en ekki síst, flugbeittir pennar í skoðanadálkunum, sem láta allt vaða. Þeir hjálpa manni að skilja hvernig þetta gerðist og hvað gerist næst. Það er smá hjálp í því.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það er of lítið um frístundir og áhugamál, og stendur alltaf til að bæta úr því. En laus tími fer aðallega í að vera með fjölskyldunni, reyna að slappa af og hreyfa sig, lesa bækur, hlusta á tónlist og horfa á góðar kvikmyndir og þætti. Það er gríðarlegt framboð af góðum þáttum þannig að það hallar aðeins orðið á kvikmyndaáhorfið þessa dagana, því miður.Hvernig heldur þú þér í formi? Fer í ræktina, hjóla og syndi og reyni að borða sæmilega hollan mat, forðast t.d. rautt kjöt. Og hugleiði með Headspace-appinu, helst daglega.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er hálfgerð alæta á tónlist, sem er ágætt, þar sem starfsins vegna þarf maður að fylgjast vel með og vera opinn fyrir öllu. Það viðurkennist að oft er í uppáhaldi það sem maður er að flytja inn næst! En þessa dagana er rapp og hip-hop sennilega það mest spilaða hér á bæ, menn á borð við Drake, Kendrick Lamar, Aron Can og Sturla Atlas eru ofarlega á öllum mínum playlistum. En líka bönd á borð við Alt-J og Twenty One Pilots. Ég er a.m.k. stoltur af því að hafa ekki fest í þeirri tónlist sem ég hlustaði á tvítugur eins og margir í kringum mann virðast hafa gert.Ertu í þínu draumastarfi? Það má segja að ég hafi búið þetta starf til (með hjálp góðra manna) þannig að ég get svarað þessu með öruggu jái og það eru mikil forréttindi að geta gert það.
Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira