Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. júní 2017 09:00 Jose Aldo og Max Holloway í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. Jose Aldo var fyrsti og eini fjaðurvigtarmeistari UFC þangað til Conor McGregor rotaði hann á 13 sekúndum. Á meðan fjaðurvigtarmeistarinn Conor barðist í öðrum flokkum ákvað UFC til að gera bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Þann titil vann Jose Aldo síðasta sumar eftir sigur á Frankie Edgar. Undarleg atburðarrás fór svo í gang þegar aðalbardaginn á UFC 206 féll niður vegna meiðsla. Bardagi Anthony Pettis og Max Holloway var gerður að aðalbardaga kvöldsins á UFC 206 og allt í einu bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni í húfi. Á sama tíma var Conor McGregor svo sviptur fjaðurvigtartitlinum sínum og Jose Aldo gerður að „alvöru meistaranum“. Max Holloway sigraði síðan Anthony Pettis í desember og varð því bráðabirgðarmeistarinn í fjaðurvigt. Eftir alla þessa ringulreið og misgáfulega bráðabirgðartitla verður aftur komin ákveðin ró í fjaðurvigtina í nótt. Þeir Jose Aldo og Max Holloway munu þá sameina beltin í aðalbardaga kvöldsins. Sigri Jose Aldo má segja að fjaðurvigtin sé aftur komin á sama stað og flokkurinn var á fyrir tíma Conor McGregor - Jose Aldo ríkjandi meistari og engin augljós ógn framundan fyrir hann. Sigur gegn Holloway gæti að vissu leyti verið nýtt upphaf fyrir Aldo. Tími til að loka þessum Conor McGregor kafla þar sem Aldo verður aftur kóngurinn í fjaðurvigtinni. Jose Aldo og heimurinn mun þó seint gleyma 13 sekúndna rothögginu gegn Conor McGregor. Aldo vill ekkert heitar en að fá tækifæri á hefnd gegn Conor McGregor. Það er þó afar ólíklegt sem stendur og hefur Aldo sagt að hann sé ekki bjartsýnn á mæta Conor aftur. Bardagaheimurinn er grimmur enda hefur arfleifð Jose Aldo fallið í skuggann á tapinu gegn Conor. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að minna alla á að hann sé ennþá sá besti í fjaðurvigtinni með sigri gegn Max Holloway í kvöld. Það verður langt í frá auðvelt enda er Holloway á ótrúlegri tíu bardaga sigurgöngu í UFC. Frá því Holloway tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013 hefur hann unnið tíu bardaga í röð. Tveggja stafa sigurganga í UFC er sjaldgæf sjón enda er þetta sjötta lengsta sigurganga í sögu UFC. Holloway kom ungur að árum í UFC, með aðeins fjóra bardaga að baki og hefur þróast og orðið að þeim manni sem hann er í dag á stóra sviðinu. Með sigri á Jose Aldo fullkomnar hann ótrúlegan uppgang í UFC. Skuggi Conor McGregor hefur hvílt yfir fjaðurvigtinni undanfarin ár. Nú er hann hins vegar ríkjandi léttvigtarmeistari UFC, mun líklegast aldrei keppa í fjaðurvigt UFC aftur og er auðvitað upptekinn við að eltast við boxbardaga gegn Floyd Mayweather. Jose Aldo og Max Holloway virðast báðir hafa gefist upp á að fá annað tækifæri gegn Conor og horfa fram á veginn. Fjaðurvigtin mun því halda áfram án Conor McGregor í nótt þegar þeir Jose Aldo og Max Holloway mætast. UFC 212 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sjá meira
UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. Jose Aldo var fyrsti og eini fjaðurvigtarmeistari UFC þangað til Conor McGregor rotaði hann á 13 sekúndum. Á meðan fjaðurvigtarmeistarinn Conor barðist í öðrum flokkum ákvað UFC til að gera bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Þann titil vann Jose Aldo síðasta sumar eftir sigur á Frankie Edgar. Undarleg atburðarrás fór svo í gang þegar aðalbardaginn á UFC 206 féll niður vegna meiðsla. Bardagi Anthony Pettis og Max Holloway var gerður að aðalbardaga kvöldsins á UFC 206 og allt í einu bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni í húfi. Á sama tíma var Conor McGregor svo sviptur fjaðurvigtartitlinum sínum og Jose Aldo gerður að „alvöru meistaranum“. Max Holloway sigraði síðan Anthony Pettis í desember og varð því bráðabirgðarmeistarinn í fjaðurvigt. Eftir alla þessa ringulreið og misgáfulega bráðabirgðartitla verður aftur komin ákveðin ró í fjaðurvigtina í nótt. Þeir Jose Aldo og Max Holloway munu þá sameina beltin í aðalbardaga kvöldsins. Sigri Jose Aldo má segja að fjaðurvigtin sé aftur komin á sama stað og flokkurinn var á fyrir tíma Conor McGregor - Jose Aldo ríkjandi meistari og engin augljós ógn framundan fyrir hann. Sigur gegn Holloway gæti að vissu leyti verið nýtt upphaf fyrir Aldo. Tími til að loka þessum Conor McGregor kafla þar sem Aldo verður aftur kóngurinn í fjaðurvigtinni. Jose Aldo og heimurinn mun þó seint gleyma 13 sekúndna rothögginu gegn Conor McGregor. Aldo vill ekkert heitar en að fá tækifæri á hefnd gegn Conor McGregor. Það er þó afar ólíklegt sem stendur og hefur Aldo sagt að hann sé ekki bjartsýnn á mæta Conor aftur. Bardagaheimurinn er grimmur enda hefur arfleifð Jose Aldo fallið í skuggann á tapinu gegn Conor. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að minna alla á að hann sé ennþá sá besti í fjaðurvigtinni með sigri gegn Max Holloway í kvöld. Það verður langt í frá auðvelt enda er Holloway á ótrúlegri tíu bardaga sigurgöngu í UFC. Frá því Holloway tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013 hefur hann unnið tíu bardaga í röð. Tveggja stafa sigurganga í UFC er sjaldgæf sjón enda er þetta sjötta lengsta sigurganga í sögu UFC. Holloway kom ungur að árum í UFC, með aðeins fjóra bardaga að baki og hefur þróast og orðið að þeim manni sem hann er í dag á stóra sviðinu. Með sigri á Jose Aldo fullkomnar hann ótrúlegan uppgang í UFC. Skuggi Conor McGregor hefur hvílt yfir fjaðurvigtinni undanfarin ár. Nú er hann hins vegar ríkjandi léttvigtarmeistari UFC, mun líklegast aldrei keppa í fjaðurvigt UFC aftur og er auðvitað upptekinn við að eltast við boxbardaga gegn Floyd Mayweather. Jose Aldo og Max Holloway virðast báðir hafa gefist upp á að fá annað tækifæri gegn Conor og horfa fram á veginn. Fjaðurvigtin mun því halda áfram án Conor McGregor í nótt þegar þeir Jose Aldo og Max Holloway mætast. UFC 212 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sjá meira
Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15
Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45