Fyrrverandi landsliðsþjálfari Norður-Kóreu tekur við Skallagrími Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 12:30 Richi Gonzalez er reyndur þjálfari. mynd/skallagrímur Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07