Austlæg átt verður ríkjandi á landinu í dag þar sem verður vætusamt suðaustantil, skýjað með köflum norðan- og vestanlands, en sums staðar skúrir, einkum síðdegis.
Á vef Veðurstofunnar segir að veður fari síðan heldur kólnandi þegar norðanáttin sækir að. „Væta með köflum norðanlands, líkur á sólarglennum sunnan- og vestanlands, en einnig síðdegisskúrum,“ segir á heimasíðunni.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Dálítil rigning N- og A-lands og slydda til fjalla, annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 4 til 13 stig, mildast á S-landi.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, skýjað og dálítil væta NV-til. Bjart með köflum S-lands, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðlæg átt og rigning, en þurrt á S-verðu landinu. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Breytileg átt og skúrir á víð og dreif. Heldur hlýnandi.
Landsmenn mega eiga von á skúrum
Atli Ísleifsson skrifar
