Sky segir frá því að fjórir karlmenn og ein kona hafi verið handtekin við húsleitina í hverfinu Barking í austurhluta London í morgun. Konunni hefur nú verið sleppt.
Damien Pettit, íbúi í húsinu, segir að lögregla hafi sýnt sér mynd af hinum grunaða og sagði hann þeim að hann líktist einum nágranna sínum.
Pettit segir manninn hafa verið viðkunnanlegan, með ung börn, og búið í blokkinni í um þrjú ár. Hafi hann áður starfað fyrir Transport for London – almenningssamgöngum London. „Ef þetta er hann þá er það ekki sá maður sem við þekktum,“ segir Pettit.
Sjö eru nú látnir og 48 særðir eftir árásina í gærkvöldi.
Three police vans full of officers just arrived Barking #LondonTerrorAttacks pic.twitter.com/aQzP4mZPr2
— Nicky Harley (@nickyharley) 2017(e)ko ekainak 4