
Ronaldo: Tölurnar mínar ljúga ekki
Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær.
Ronaldo endaði sem markakóngur Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Portúgalinn skoraði 12 mörk, þar af 10 í síðustu fimm leikjum Real Madrid í keppninni.
„Þetta er eitt af bestu augnablikunum á mínum ferli en ég get sagt það á hverju einasta ári,“ sagði hinn 32 ára gamli Ronaldo.
„Fólk getur gagnrýnt mig því tölurnar ljúga ekki,“ bætti hann við.
Portúgalinn hefur nú unnið Meistaradeildina fjórum sinnum; þrisvar sinnum með Real Madrid og einu sinni með Manchester United. Ronaldo hefur skorað í þremur af þeim fimm úrslitaleikjum í Meistaradeildinni sem hann hefur tekið þátt í.
Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar með 105 mörk, 11 mörkum meira en Lionel Messi sem er í 2. sæti á markalistanum.
Tengdar fréttir

Mögnuð markatölfræði Ronaldos
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann Juventus, 1-4, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Þúsund slösuðust í troðningi í Tórínó
Sjö ára barn er sagt í lífshættu eftir mikinn troðning sem skapaðist þegar flugeldur sprakk á fjölmennu torgi þar sem fólk var að horfa á úrslit Meistaradeildar Evrópu í Tórínó á Ítalíu í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund manns hafi slasast í troðningnum.

Ramos: Áttum stefnumót við söguna
Sergio Ramos lyfti Evrópubikarnum eftir 1-4 sigur Real Madrid á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Ronaldo skoraði tvö þegar Real Madrid varð Evrópumeistari annað árið í röð
Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis þegar Real Madrid vann 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Þúsaldarvellinum í Cardiff í kvöld.

Buffon: Þeir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik
Gianluigi Buffon gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að Juventus tapaði 1-4 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.