Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 21:45 Einn af árásarmönnunum. Vísir Fjölskylda fórnarlambs í hryðjuverkaárásinni í London í gær hefur sent frá sér yfirlýsingu. Í henni er fyrsta fórnarlamb árásarinnar nafngreint. Í yfirlýsinginni segir að fjölskyldan syrgi nú fráfall Chrissy Archibald sem flutt hafi til Evrópu frá Kanada til þess að vera með unnusta sínum. Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni þar sem hann þakkar fjölmiðlum og almenningi fyrir að hafa ekki nafngreint mennina. Breskum lögregluyfirvöldum er líklega enn í fersku minni þegar bandarískir fjölmiðlar nafngreindu árásarmanninn sem framdi hryðjuverkaárás í Manchester í maí, sólarhring eftir að árásin var framin. Komu þær upplýsingar frá bandarískum embættismönnum í gegnum breskar öryggisstofnanir og voru yfirvöld í Bretlandi allt annað en kát með frjálslega upplýsingagjöf kollega sinna í Bandaríkjunum.Lögregla segir að mikil vinna hafi verið lögð í að safna saman sönnunargögnum á vettvangi við London Bridge og Borough Market. Þar létu árásarmennirnir þrír til skarar skríða með þeim afleiðingum að sjö létust og um fimmtíu særðust, þar af 21 alvarlega. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu aðeins átta mínútum eftir að fyrsta útkall barst. Tólf hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á árásinni, fimm karlmenn og sjö konur. Húsleitir hafa verið gerðar víðs vegar um London. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa í dag fjallað um árásarmennina þrjá, án þess þó að nafngreina þá. Á vef Guardian í dag kom meðal annars fram að lögregla hafði verið vöruð við einum þeirra.BREAKING NEWS: Canadian victim killed in #LondonTerrorAttack identified as Chrissy Archibald of Castlegar, B.C. Family statement here: pic.twitter.com/MAQMrwsWaz— Rosa (@journorosa) June 4, 2017 Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Lögreglan hafði verið vöruð við einum af hinum grunuðu Nágranni eins af þeim sem grunaðir eru að hafa staðið að baki árásinni í London segir að hún hafi varað lögregluna við honum. 4. júní 2017 20:56 Tónleikagestir One Love Manchester láta árásina í London ekki hræða sig Um 50 þúsund manns ætla sér að mæta á styrktartónleika Ariönu Grande í kvöld og segjast ekki ætla að láta árásina í London hræða sig. 4. júní 2017 17:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fjölskylda fórnarlambs í hryðjuverkaárásinni í London í gær hefur sent frá sér yfirlýsingu. Í henni er fyrsta fórnarlamb árásarinnar nafngreint. Í yfirlýsinginni segir að fjölskyldan syrgi nú fráfall Chrissy Archibald sem flutt hafi til Evrópu frá Kanada til þess að vera með unnusta sínum. Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni þar sem hann þakkar fjölmiðlum og almenningi fyrir að hafa ekki nafngreint mennina. Breskum lögregluyfirvöldum er líklega enn í fersku minni þegar bandarískir fjölmiðlar nafngreindu árásarmanninn sem framdi hryðjuverkaárás í Manchester í maí, sólarhring eftir að árásin var framin. Komu þær upplýsingar frá bandarískum embættismönnum í gegnum breskar öryggisstofnanir og voru yfirvöld í Bretlandi allt annað en kát með frjálslega upplýsingagjöf kollega sinna í Bandaríkjunum.Lögregla segir að mikil vinna hafi verið lögð í að safna saman sönnunargögnum á vettvangi við London Bridge og Borough Market. Þar létu árásarmennirnir þrír til skarar skríða með þeim afleiðingum að sjö létust og um fimmtíu særðust, þar af 21 alvarlega. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu aðeins átta mínútum eftir að fyrsta útkall barst. Tólf hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á árásinni, fimm karlmenn og sjö konur. Húsleitir hafa verið gerðar víðs vegar um London. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa í dag fjallað um árásarmennina þrjá, án þess þó að nafngreina þá. Á vef Guardian í dag kom meðal annars fram að lögregla hafði verið vöruð við einum þeirra.BREAKING NEWS: Canadian victim killed in #LondonTerrorAttack identified as Chrissy Archibald of Castlegar, B.C. Family statement here: pic.twitter.com/MAQMrwsWaz— Rosa (@journorosa) June 4, 2017
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Lögreglan hafði verið vöruð við einum af hinum grunuðu Nágranni eins af þeim sem grunaðir eru að hafa staðið að baki árásinni í London segir að hún hafi varað lögregluna við honum. 4. júní 2017 20:56 Tónleikagestir One Love Manchester láta árásina í London ekki hræða sig Um 50 þúsund manns ætla sér að mæta á styrktartónleika Ariönu Grande í kvöld og segjast ekki ætla að láta árásina í London hræða sig. 4. júní 2017 17:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40
Lögreglan hafði verið vöruð við einum af hinum grunuðu Nágranni eins af þeim sem grunaðir eru að hafa staðið að baki árásinni í London segir að hún hafi varað lögregluna við honum. 4. júní 2017 20:56
Tónleikagestir One Love Manchester láta árásina í London ekki hræða sig Um 50 þúsund manns ætla sér að mæta á styrktartónleika Ariönu Grande í kvöld og segjast ekki ætla að láta árásina í London hræða sig. 4. júní 2017 17:59