Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2017 13:20 Vísir/GVA Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir skipan dómara við Landsrétt. Það eru um 10% þess fjölda sem forseti Íslands hefur ýjað að þurfi til að hann synji lögum staðfestingar.Skipan 15 dómara réttarins hefur verið umdeild og þá sérstaklega ákvörðun dómsmálaráðherra um að skipta út fjórum dómurum sem hæfninefnd þótti í hópi þeirra fimmtán hæfustu.Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Þá hefur verið bent á, síðast í Fréttablaðinu í morgun, að Alþingi stóð ólöglega að skipun dómaranna. Samkvæmt lögum um dómstóla, 50/2016, bar þingi að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. „Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana,“ segir í texta undirskriftarsöfnunarinnar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, tók í sama streng í liðinni viku. „Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur,“ sagði Jón Þór á Facebook þar sem hann greindi frá því að hann hefði hringt í forsetann „sem ætlar að taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið,“ eins og Jón orðaði það. Í kosningabaráttu sinni sagði Guðni Th. Jóhannesson, nú forseti, að réttast væri að festa það í stjórnaskrá að „krefjist tiltekið hlutfall þjóðarinnar þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, þá skuli orðið við því.“Sjá einnig: Jón Þór biðlar til forsetansÁður en þess konar ákvæðis nyti við væri þó eðlilegt að Íslendingar gætu farið þess á leit við forsetann að hann synjaði lögum staðfestingar. Myndi hann í embættistíð sinni verða við slíkum áköllum ef honum bærust „tugir þúsunda undirskrifta.“ Aðspurður um hvað gæti þótt eðlilegur fjöldi undirskrifta hefur Guðni verið ragur við að nefna tiltekið hlutfall kjósenda í því samhengi. „Ég vil ekki láta stilla mér upp við vegg og láta herma upp á mig einhverjar yfirlýsingar að þessu leyti,“ sagði Guðni í samtali við Lögréttu fyrr á þessu ári. 10, 15 prósent?Hann bætti þó við að hann myndi hafa „reynslu úr tíð fyrri forseta til hliðsjónar, ég myndi líta á tillögur sem liggja fyrir Alþingi og einnig tillögu stjórnlagaráðs,“ sem kveður á um undirskriftir frá 15% atkvæðabærra Íslendinga. Til þessa hlutfalls vísaði Guðni reglulega í baráttu sinni í fyrra. „10, 15 prósent kjósenda? Það veit ég ekki, það þarf að ræða“ sagði hann t.a.m. í Forsetaviðtalinu á Vísi áður en hann sagðist sér „vel“ hugnast fyrrnefndar tillögur stjórnarskrárnefndar. Á kjörskrá í síðustu Alþingiskosningum voru 246.542 og þyrftu Guðna því að berast um 37 þúsund undirskriftir svo að 15% markinu yrði náð. Sem fyrr segir hafa um 3700 skrifað undir Landsréttaráskournina, 10% þess fjölda sem til þyrfti, samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar, til að virkja málskotsrétt forseta. Undirskriftarsöfnunina má nálgast hér. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Lög brotin í meðferð Alþingis Alþingi hefði átt að greiða atkvæði með hverjum umsækjanda um dómarastöðu í Landsrétti. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir skipan dómara við Landsrétt. Það eru um 10% þess fjölda sem forseti Íslands hefur ýjað að þurfi til að hann synji lögum staðfestingar.Skipan 15 dómara réttarins hefur verið umdeild og þá sérstaklega ákvörðun dómsmálaráðherra um að skipta út fjórum dómurum sem hæfninefnd þótti í hópi þeirra fimmtán hæfustu.Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Þá hefur verið bent á, síðast í Fréttablaðinu í morgun, að Alþingi stóð ólöglega að skipun dómaranna. Samkvæmt lögum um dómstóla, 50/2016, bar þingi að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. „Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana,“ segir í texta undirskriftarsöfnunarinnar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, tók í sama streng í liðinni viku. „Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur,“ sagði Jón Þór á Facebook þar sem hann greindi frá því að hann hefði hringt í forsetann „sem ætlar að taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið,“ eins og Jón orðaði það. Í kosningabaráttu sinni sagði Guðni Th. Jóhannesson, nú forseti, að réttast væri að festa það í stjórnaskrá að „krefjist tiltekið hlutfall þjóðarinnar þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, þá skuli orðið við því.“Sjá einnig: Jón Þór biðlar til forsetansÁður en þess konar ákvæðis nyti við væri þó eðlilegt að Íslendingar gætu farið þess á leit við forsetann að hann synjaði lögum staðfestingar. Myndi hann í embættistíð sinni verða við slíkum áköllum ef honum bærust „tugir þúsunda undirskrifta.“ Aðspurður um hvað gæti þótt eðlilegur fjöldi undirskrifta hefur Guðni verið ragur við að nefna tiltekið hlutfall kjósenda í því samhengi. „Ég vil ekki láta stilla mér upp við vegg og láta herma upp á mig einhverjar yfirlýsingar að þessu leyti,“ sagði Guðni í samtali við Lögréttu fyrr á þessu ári. 10, 15 prósent?Hann bætti þó við að hann myndi hafa „reynslu úr tíð fyrri forseta til hliðsjónar, ég myndi líta á tillögur sem liggja fyrir Alþingi og einnig tillögu stjórnlagaráðs,“ sem kveður á um undirskriftir frá 15% atkvæðabærra Íslendinga. Til þessa hlutfalls vísaði Guðni reglulega í baráttu sinni í fyrra. „10, 15 prósent kjósenda? Það veit ég ekki, það þarf að ræða“ sagði hann t.a.m. í Forsetaviðtalinu á Vísi áður en hann sagðist sér „vel“ hugnast fyrrnefndar tillögur stjórnarskrárnefndar. Á kjörskrá í síðustu Alþingiskosningum voru 246.542 og þyrftu Guðna því að berast um 37 þúsund undirskriftir svo að 15% markinu yrði náð. Sem fyrr segir hafa um 3700 skrifað undir Landsréttaráskournina, 10% þess fjölda sem til þyrfti, samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar, til að virkja málskotsrétt forseta. Undirskriftarsöfnunina má nálgast hér.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Lög brotin í meðferð Alþingis Alþingi hefði átt að greiða atkvæði með hverjum umsækjanda um dómarastöðu í Landsrétti. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Lög brotin í meðferð Alþingis Alþingi hefði átt að greiða atkvæði með hverjum umsækjanda um dómarastöðu í Landsrétti. 6. júní 2017 07:00