Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fylgist með kosningabaráttu íhaldsmanna Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 15:55 Fastlega má búast við því að Theresa May kunni vel að meta þennan góða liðsauka frá Íslandi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40