Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fylgist með kosningabaráttu íhaldsmanna Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 15:55 Fastlega má búast við því að Theresa May kunni vel að meta þennan góða liðsauka frá Íslandi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40