Golden State Warriors 3-0 yfir og bara einum sigri frá fullkomnun | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:15 Kevin Durant og félagar fagna í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira